Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Senda frá sér yfirlýsingu eftir falskar fréttir um Arda Guler
Arda Guler.
Arda Guler.
Mynd: Getty Images
Juventus þurfti að senda frá sér yfirlýsingu í dag eftir að félagið tilkynnti um það á samfélagsmiðlum að Arda Guler væri búinn að semja við félagið.

Hakkarar tóku yfir enskumælandi aðgang félagsins á samfélagsmiðlinum X og tilkynntu þar að Guler væri búinn að semja Juventus.

Guler er samningsbundinn Real Madrid til 2029 og er ekki á förum neitt í náinni framtíð.

„Enskumælandi reikningur Juventus var hakkaður. Vinsamlegast hundsið þessar fölsku upplýsingar. Við erum að vinna að því að laga vandamálið," segir í yfirlýsingu félagsins en Guler, sem er einn efnilegasti leikmaður í heimi, er vissulega ekki á leið til Juventus.
Athugasemdir
banner