Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja færa stórleik í La Liga til Miami
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spænskir fjölmiðlar greina frá því La Liga, efsta deild spænska fótboltans, vill láta spila stórleik Barcelona gegn Atlético Madrid utan landsteinanna.

Stórveldin eiga að mætast skömmu fyrir jól og vill stjórn La Liga að leikurinn fari fram í Miami í Bandaríkjunum.

Talið er að Barcelona sé hlynnt þessari hugmynd en óljóst er hvort Atlético Madrid sé reiðubúið til að samþykkja að færa leikinn um heimsálfu.

Bæði félög og La Liga deildin geta hagnast fjárhagslega á því að leikurinn fari fram í Miami. Þetta er þó hugmynd sem hefur farið afar illa í stuðningsfólk á Spáni og víðar um Evrópu.

La Liga er í viðræðum við bandaríska fyrirtækið Relevent um að færa stórleikinn til Miami.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner