Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjólfur kom við sögu með Groningen - Sævar byrjaði í jafntefli
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikjum dagsins er lokið hjá Íslendingunum sem eru að spila í deildum erlendis.

Brynjólfur Andersen Willumsson fékk að spila síðustu 25 mínúturnar í 0-1 tapi Groningen gegn FC Utrecht í efstu deild hollenska boltans.

Utrecht nýtti færin sín betur í jöfnum leik en Groningen er komið með 9 stig eftir 9 umferðir á meðan Utrecht situr óvænt í öðru sæti. Utrecht er búið að vinna alla leikina á deildartímabilinu nema einn sem lauk með jafntefli.

Rúnar Þór Sigurgeirsson fékk að spreyta sig á síðustu mínútunum í markalausu jafntefli hjá Willem II gegn Sittard á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í hóp hjá Ajax vegna meiðsla í afar fjörugum sigri gegn Heracles.

Ajax er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 16 stig eftir 7 umferðir, en Willem er um miðja deild með 12 stig eftir 9 umferðir. Wout Weghorst kom inn af bekknum á 59. mínútu til að sigra leikinn með tvennu fyrir stórveldið, eftir að Bertrand Traore og Davy Klaassen skoruðu í fyrri hálfleik.

Í danska boltanum var Sævar Atli Magnússon í byrjunarliði Lyngby sem gerði markalaust jafntefli gegn Viborg. Lyngby er í fallbaráttu með 9 stig eftir 12 umferðir.

Að lokum var Oskar Tor Sverrisson ónotaður varamaður í 3-4 sigri Varberg gegn Öster í næstefstu deild sænska boltans. Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Varberg, sem stekkur upp úr fallsæti en er þó enn í harðri fallbaráttu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Groningen 0 - 1 Utrecht

Willem II 0 - 0 Sittard

Heracles 3 - 4 Ajax

Lyngby 0 - 0 Viborg

Oster 3 - 4 Varberg

Athugasemdir
banner
banner