Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Liverpool og Chelsea: Jones maður leiksins - Er Sanchez nógu góður?
Mynd: EPA
Curtis Jones var valinn maður leiksins er Liverpool vann Chelsea, 2-1, á Anfield í dag. Það er Goal sem sér eum einkunnagjöf dagsins.

Jones fiskaði vítaspyrnu sem Mohamed Salah skoraði úr og þá gerði Englendingurinn sigurmarkið snemma í síðari hálfleik.

Hann fær 8,5 frá Goal. Salah kemur næstur með 8 í einkunn.

Miðjumaðurinn Romeo Lavia var bestur í liði Chelsea með 8 en spænski markvörðurinn Robert Sanchez var slakastur með aðeins 4, en hann virkaði á köflum óöruggur og var þá hikandi í sigurmarkinu.

Liverpool: Kelleher (6,5), Alexander-Arnold (7), Konate (5,5), Van Dijk (7), Robertson (7), Jones (8,5), Gravenberch (6,5), Szoboszlai (5,5), Salah (8), Gakpo (6), Jota (6).
Varamenn: Nunez (6), Díaz (6,5).

Chelsea: Sanchez (4), James (7), Adarabioyo (5), Colwill (6), Gusto (7), Lavia (8), Caicedo (7), Palmer (5), Sancho (6), Jackson (7), Madueke (7).
Varamenn: Neto (8), Fernandez (5), Badiashile (7), Veiga (5), Nkunku (5).
Athugasemdir
banner