Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 15:12
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fiorentina skoraði sex - Mikael byrjaði gegn Atalanta
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í Serie A, efstu deild ítalska boltans.

Napoli byrjaði daginn á erfiðum útivelli gegn Empoli og reyndist sú viðureign afar jöfn. Það var hart barist og aðeins eitt mark skorað, Khvicha Kvaratskhelia gerði það úr vítaspyrnu sem Matteo Politano fiskaði.

Empoli var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Napoli tók stjórn á leiknum eftir leikhlé. Það var þó ekki skapað mikið af færum og gerðu leikmenn Napoli vel að landa þessum sigri þrátt fyrir bragðdaufan sóknarleik.

Napoli er á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 8 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Juventus. Empoli er um miðja deild með 10 stig.

Albert Guðmundsson var þá í byrjunarliði Fiorentina en þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks í stórsigri á útivelli gegn Lecce. Fiorentina vann að lokum með sex marka mun eftir að hafa spilað rúmlega hálfan leik einum leikmanni fleiri.

Fiorentina er með 13 stig eftir 8 umferðir, alveg eins og Atalanta sem sigraði á útivelli gegn Venezia.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Feneyinga og spilaði fyrri hálfleikinn í 0-2 tapi, þar sem Mateo Retegui skoraði og lagði upp fyrir Atalanta.

Nýliðar Venezia verma botnsæti deildarinnar með 4 stig eftir 8 umferðir.

Empoli 0 - 1 Napoli
0-1 Khvicha Kvaratskhelia ('63 , víti)

Lecce 0 - 6 Fiorentina
0-1 Danilo Cataldi ('20 )
0-2 Andrea Colpani ('34 )
0-3 Danilo Cataldi ('45 )
0-4 Andrea Colpani ('54 )
0-5 Lucas Beltran ('61 )
0-6 Fabiano Parisi ('72 )
Rautt spjald: Antonino Gallo, Lecce ('43)

Venezia 0 - 2 Atalanta
0-1 Mario Pasalic ('7 )
0-2 Mateo Retegui ('47 )
Athugasemdir
banner