Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Varane tekur sæti í stjórn Como
Mynd: Como
Fyrrum fótboltamaðurinn Raphael Varane hefur tekið sér sæti í stjórn ítalska félagsins Como en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins.

Varane gekk í raðir Como í sumar eftir að hafa yfirgefið Manchester United.

Hann spilaði aðeins einn bikarleik með félaginu áður en hann tók ákvörðun um að leggja skóna á hilluna, aðeins 31 árs að aldri.

Á dögunum ræddi hann við franska blaðið L'Equipe og sagði þar frá því að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Como, en í öðru hlutverki og hefur það hlutverk nú verið tilkynnt.

Varane mun taka sér sæti í stjórn Como en hann mun kom að þróun yngri leikmanna, fræðslu og nýsköpun hjá félaginu.

Como vann sér sæti í Seríu A á síðustu leiktíð en þjálfari liðsins er Cesc Fabregas. Liðið situr í 14. sæti deildarinnar með 9 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner