Bjarki Arnaldarson og Bogdan Bogdanovic hafa skrifað undir nýjan samning við Leikni Reykjavík.
Bjarki er markmaður sem er að endursemja við Leikni eftir að fyrri samingur hans rann út. Hann er uppalinn í Stjörnunni en á 7 leiki fyrir Leikni Reykjavík.
Bogdan er vinstri bakvörður sem kom til Leiknis frá Breiðabliki og er fæddur árið 2006. Hann lék einn leik með Leikni í fyrra þegar hann byrjaði í 1-0 tapi gegn ÍR.
Leiknismenn leika í Lengjudeildinni en í fyrra lentu þeir í 8. sæti.
Athugasemdir