Mathias Rosenörn var á fimmtudag kynntur sem nýr leikmaður FH. Rosenörn er 31 árs danskur markmaður sem hefur spilað hér á landi síðustu tvö ár. Hann kom til Keflavíkur frá Færeyjarmeisturum KÍ Klaksvík fyrir tímabilið 2023 og tímabilið 2024 var hann hjá Stjörnunni.
Hann var aðalmarkmaður Keflavíkur en var varamarkmaður fyrir Árna Snæ Ólafsson hjá Stjörnunni í fyrra. Rosenörn spilaði fjóra bikarleiki, tvo deildarleiki og alla fjóra Evrópuleiki Stjörnunnar síðasta sumar. Í lok ágúst var svo greint frá því að hann og Stjarnan hefðu náð samkomulagi um riftun samnings.
Daninn ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin.
Hann var aðalmarkmaður Keflavíkur en var varamarkmaður fyrir Árna Snæ Ólafsson hjá Stjörnunni í fyrra. Rosenörn spilaði fjóra bikarleiki, tvo deildarleiki og alla fjóra Evrópuleiki Stjörnunnar síðasta sumar. Í lok ágúst var svo greint frá því að hann og Stjarnan hefðu náð samkomulagi um riftun samnings.
Daninn ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin.
„Það er mjög góð tilfinning að vera orðinn hluti af FH. Frá fyrsta samtali þá fékk ég frábæra tilfinningu fyrir félaginu, metnaðinum og fólkinu sem kemur að félaginu. Mér leið líka eins og þeir virkilega hefðu trú á mér og mínum gæðum, sem gerði ákvörðunina að segja já auðvelda," segir Rosenörn.
Vill vera hluti af því ferðalagi
Hvert er markmiðið með FH?
„Markmið mitt er að leggja eins mikið af mörkum og hægt er svo liðið nái árangri. FH er félag sem vill berjast á toppnum, ég vil vera hluti af því ferðalagi. Persónulega vil ég ná minni bestu frammistöðu og hjálpa liðinu að ná í frábær úrslit."
Ekkert gefins í fótbolta
Var eitthvað rætt um að hvort þú yrðir aðalmarkmaður liðsins?
„Í fótbolta er ekkert gefins. Ég er hér til að leggja hart að mér, sanna mig, og vinna mér sæti í liðinu."
Voru aðrir kostir í stöðunni fyrir þig, önnur íslensk félög sem höfðu samband??
„Já, það voru aðrir kostir, en FH passaði best fyrir mig fótboltalega og persónulega."
Erfiðleikar utan vallar
Rosenörn var spurður út í síðasta tímabil og endalokin hjá Stjörnunni.
„Síðasta tímabil var krefjandi fyrir mig á margan hátt. Það voru hlutir sem gerðust utan vallar sem gerðu það erfitt bæði persónulega og fótboltalega. Að því sögðu er ég stoltur af því sem ég afrekaði síðasta tímabil undir þeim kringumstæðum."
„Einbeiting mín er núna algjörlega á FH og áskoruninni sem er framundan, og ég er virkilega spenntur fyrir þessum nýja kafla," segir Rosenörn.
Athugasemdir