Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 09:48
Elvar Geir Magnússon
Saka í úrvalsliðinu en Havertz í versta liðinu
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslit Evrópumótsins voru spiluð um síðustu helgi og Sofascore hefur opinberað úrvalslið umferðarinnar auk þess að velja versta liðið með þeim leikmönnum sem fengu lægstu einkunnirnar.

Bukayo Saka er í úrvalsliðinu eftir að hafa hjálpað Englandi að slá út Sviss í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Arsenal, Kai Havertz, er hinsvegar í versta liðinu eftir að Þýskaland tapaði fyrir Spáni.

Sá leikmaður sem fékk hæstu einkunnina í 8-liða úrslitum var Dani Olmo sem kom snemma inn af bekknum hjá Spáni, vegna meiðsla Pedri, og skilaði marki og stoðsendingu.

Í versta liðinu eiga Tyrkir flesta fulltrúa eftir að hafa tapað gegn Hollandi.

Undanúrslitin verða leikin í kvöld og á morgun; Spánn mætir Frakklandi og Holland leikur gegn Englandi.
EM hringborðið - Undanúrslitin hefjast í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner