Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
banner
   mið 09. október 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað að eiga tvo heimaleiki," sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net í dag. Hann er kominn til móts við landsliðið fyrir tvo leiki sem eru framundan í Þjóðadeildinni.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það á ekki að vera auðvelt að koma til Íslands og sækja stig. Við byrjum á móti Wales og við ætlum að vinna þá fyrst. Svo getum við byrjað að einbeita okkur að Tyrklandi."

Arnór hefur verið lykilmaður frá því að Age Hareide tók við Íslandi en hlutverk hans minnkaði aðeins í síðasta glugga eftir að Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í liðið.

„Mér fannst Stebbi koma frábærlega inn í þetta og var góður í báðum leikjunum. Ég held mjög mikið með Stebba. Hann er frábær leikmaður. Samkeppnin er góð, það er betra að það séu margir góðir leikmenn," segir Arnór.

Voru ekkert blendnar tilfinningar að sjá Stefán Teit spila svona vel?

„Nei bara alls ekki," sagði Arnór Ingvi og glotti. „Mér fannst það frábært. Samkeppni er holl og það er frábært að hann hafi staðið sig svona vel."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir Arnór meðal annars um tímabil sitt með Norrköping í Svíþjóð og sitthvað fleira.
Athugasemdir
banner
banner