Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mið 09. október 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað að eiga tvo heimaleiki," sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net í dag. Hann er kominn til móts við landsliðið fyrir tvo leiki sem eru framundan í Þjóðadeildinni.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það á ekki að vera auðvelt að koma til Íslands og sækja stig. Við byrjum á móti Wales og við ætlum að vinna þá fyrst. Svo getum við byrjað að einbeita okkur að Tyrklandi."

Arnór hefur verið lykilmaður frá því að Age Hareide tók við Íslandi en hlutverk hans minnkaði aðeins í síðasta glugga eftir að Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í liðið.

„Mér fannst Stebbi koma frábærlega inn í þetta og var góður í báðum leikjunum. Ég held mjög mikið með Stebba. Hann er frábær leikmaður. Samkeppnin er góð, það er betra að það séu margir góðir leikmenn," segir Arnór.

Voru ekkert blendnar tilfinningar að sjá Stefán Teit spila svona vel?

„Nei bara alls ekki," sagði Arnór Ingvi og glotti. „Mér fannst það frábært. Samkeppni er holl og það er frábært að hann hafi staðið sig svona vel."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir Arnór meðal annars um tímabil sitt með Norrköping í Svíþjóð og sitthvað fleira.
Athugasemdir
banner
banner