Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 09. nóvember 2021 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Rós mögulega alvarlega meidd - Fór af velli á 13. mínútu
Icelandair
Í leiknum gegn Kýpur
Í leiknum gegn Kýpur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós Ágústsdóttir fór af velli á 13. mínútu í lokaleik Örebro í sænsku Allsvenskan um liðna helgi. Örebro steinlá gegn Vittsjö, 8-2 og var staðan orðin 2-0 fyrir Vittsjö þegar Berglind fór af velli.

Fótbolti.net ræddi stuttlega við Berglindi í dag og sagði Berglind að hún hefði farið af velli vegna hnémeiðsla. Hún biður nú eftir því að komast í segulómun (MRI).

„Ég er að bíða eftir MRI. Sjúkraþjálfarinn segir að þetta sé líklegast rifa á krossbandinu en hún er ekki 100% viss," sagði Berglind við Fótbolta.net. Hún gekk af velli á laugardag með stuðningi frá sjúkraþjálfaranum.

„Við stefnum á MRI á mánudag og ég fæ vonandi niðurstöðu úr því í næstu viku," sagði Berglind sem segist ekki finna fyrir sársauka nema þegar hún labbar aftur á bak.

Erfitt er að giska á hversu alvarleg meiðslin eru því óvíst er hvort þetta sé fremra eða aftara krossbandið, hvort rifan sé stór eða lítil og hvort eitthvað annað en krossbandið hafi einnig skaddast.

Berglind var að klára sitt fyrsta tímabil með Örebro sem endaði í 8. sæti deildarinnar. Hún lék 90 mínútur í öllum leikjum nema þremur og var alltaf í byrjunarliði liðsins. Hún var í hópnum í októberverkefni landsliðsins og spilaði 28 mínútur í 5-0 sigrinum gegn Kýpur.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnir landsliðshópinn fyrir leikina gegn Japan og Kýpur á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner