Ný keppni að fara af stað!
Dregið var í fyrstu umferð Fótbolti.net bikarsins í dag en um er að ræða nýja keppni, bikarkeppni neðri deilda karla.
Keppnin er haldin í fyrsta skipti og geta lið í 2., 3. og 4. deild tekið þátt. 31 félag er skráð í keppnina í ár, en úrslitaleikur hennar fer fram á Laugardalsvelli.
Fjallað verður vel um keppnina á Fótbolta.net með umfjöllunum, viðtölum, sérfræðingum og hlaðvarpsþáttum. Auk þess verður keppnin áberandi á samfélagsmiðlum og úrslitaleiknum gert hátt undir höfði.
Keppnin er haldin í fyrsta skipti og geta lið í 2., 3. og 4. deild tekið þátt. 31 félag er skráð í keppnina í ár, en úrslitaleikur hennar fer fram á Laugardalsvelli.
Fjallað verður vel um keppnina á Fótbolta.net með umfjöllunum, viðtölum, sérfræðingum og hlaðvarpsþáttum. Auk þess verður keppnin áberandi á samfélagsmiðlum og úrslitaleiknum gert hátt undir höfði.
Fyrsta umferð keppninnar verður leikin í júní, 16-liða úrslit fara fram í júlí, 8-liða úrslit í ágúst og undanúrslit og úrslit í september.
Víðir Garði úr 3. deild mun sitja hjá í 32-liða úrslitunum en dregið var um það.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig 32-liða úrslitin líta út:
Uppsveitir - Höttur/Huginn
Augnablik - ÍR
Vængir Júpiters - Völsungur
Ýmir - Dalvík/Reynir
Hvíti riddarinn - Tindastóll
Þróttur V. - Víkingur Ó.
KF - Kári
Árborg - KV
Árbær - KFK
KÁ - Magni
KFG - Sindri
ÍH - Álftanes
Elliði - Reynir S.
Haukar - KH
Skallagrímur - KFA
Leikið verður miðvikudaginn 21. júní
Athugasemdir