Manchester City er komið með forystuna gegn Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar. Rodri skoraði markið þegar rúmar 20 mínútur eru til leiksloka.
Þessi leikur hefur ekki verið mjög opinn en City komst í sókn og enska liðið vildi fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns eftir fyrirgjöf frá Bernardo Silva.
Ekkert var dæmt og boltinn barst út í teiginn þar sem Rodri kom á fullri ferð og skoraði með föstu skoti.
Stuttu síðar gat Inter jafnað metin þegar Federico Dimarco var í dauðafæri en Romelu Lukaku stóð fyrir og boltinn fór í belgíska framherjann eftir skalla frá Dimarco.
Romelu Lukaku stood in the way of Inter Milan's potential equalizer.
— ESPN FC (@ESPNFC) June 10, 2023
Tough luck ???? pic.twitter.com/6yYWSLyhoE
Athugasemdir