Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans er búinn að ná samkomulagi við Aston Villa og mun hann ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu.
Hann er núna að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.
Hann er núna að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.
Tielemans er að yfirgefa Leicester þar sem samningur hans við félagið er að renna út. Hann vildi ekki endursemja, en Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og átti Tielemans mikið vonbrigðartímabil.
Tielemans, sem er 26 ára, gekk í raðir Leicester frá Mónakó sumarið 2019 og vann FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn með félaginu.
Hann mun núna ganga í raðir Aston Villa og spila með félaginu í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.
Tielemans hefur verið orðaður við Arsenal og Liverpool, en hann fær líklega stærra hlutverk hjá Villa.
Athugasemdir