Það hefur vakið athygli að Kyle Walker er á bekknum hjá Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Hann dettur út úr liðinu á kostnað Nathan Ake. Walker var frábær í undanúrslita einvíginu gegn Real Madrid.
Spekingarnir á BT Sport ræddu ákvörðun Guardiola að bekkja Walker.
„Hann er sennilega alveg brjálaður. Hann virkar rólegur og yfirvegaður en ég ímynda mér að það sjóði á honum innra með honum," sagði Rio Ferdinand um Walker.
Athugasemdir