Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amrabat leikmaður mótsins? - Verið orðaður við Liverpool
Sofyan Amrabat, miðjumaður Fiorentina, hefur slegið í gegn á HM í Katar með landsliði Marokkó.

Marokkó skrifaði söguna fyrr í dag með því að leggja Portúgal að velli í átta-liða úrslitum HM. Marokkó er fyrsta Afríkuríkið sem kemst í undanúrslit HM frá því mótið var stofnað..

Amrabat hefur verið magnaður á miðsvæðinu hjá Marokkó og hlaupið gríðarlega mikið.

Hann er sá leikmaður sem hefur unnið boltann mest af öllum leikmönnum mótsins og hefur fengið verðskuldað lof fyrir sína frammistöðu.

Það verður væntanlega mikill áhugi á honum eftir þetta mót og verður fróðlegt að sjá hvort hann fari í eitthvað enn stærra félag en Fiorentina. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Liverpool.

Hér fyrir neðan má sjá brot af umræðunni á Twitter um Amrabat. Er hægt er að tala um hann sem besta leikmann mótsins til þessa?









Athugasemdir
banner
banner