
Miðjumaðurinn Bruno Fernandes tók í sama streng og miðvörðurinn Pepe eftir tap Portúgal gegn Marokkó á HM í Katar í dag.
Portúgalar eru úr leik en leikurinn í dag var í átta-liða úrslitum keppninnar.
Portúgalar eru úr leik en leikurinn í dag var í átta-liða úrslitum keppninnar.
Portúgölunum fannst illa vegið að sér þegar kom að dómgæslu í leiknum. Það var argentínskur dómari á leiknum en Portúgalarnir voru ósáttir við það.
„Ég veit ekki hvort þeir ætli að gefa Argentínu bikarinn. Mér er sama, ég ætla bara að segja það sem mér finnst," sagði Fernandes eftir leikinn í dag.
„Það er mjög skrítið að við fáum dómara sem er frá þjóð sem er enn í keppninni. Þetta var klárlega ekki okkur í hag."
Fernandes vildi fá vítaspyrnu í leiknum í dag en fékk ekki.
Athugasemdir