
Það er gríðarlega áhugaverður leikur framundan á milli Englands og Frakklands í átta-liða úrslitum HM.
Bæði þessi lið hafa leikið vel á mótinu og er erfitt að spá í þennan leik.
Bæði þessi lið hafa leikið vel á mótinu og er erfitt að spá í þennan leik.
En undanfarna daga hafa tæplega 2000 lesendur síðunnar spáð í spilin. Spurt var: Hverjir hafa betur á laugardagskvöld?

Eins og sjá má hér að ofan þá búast tæplega 60 prósent við því að Frakkland muni fara í undanúrslitin og mæta þá Marokkó. Rúmlega 40 prósent spá því að England muni hafa betur.
Flautað verður til leiks klukkan 19:00 en hægt er að sjá byrjunarliðin hérna.
Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og aðeins líklegri en þetta verður eflaust hörkuleikur. Þetta er síðasti leikurinn í átta-liða úrslitunum á þessu móti.
Athugasemdir