Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinsta dansi Ronaldo lokið - Hágrét í leikslok
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður, var að öllum líkindum að ljúka leik á sínu síðasta heimsmeistaramóti.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir seinni hálfleikinn þegar Portúgal tapaði gegn Marokkó í dag.

Ronaldo dreif sig inn í klefa eftir leik en myndatökumaður fylgdi honum eftir á göngunni þangað. Tilfinningarnar báru hann ofurliði; þetta var síðasti dansinn á stærsta sviðinu.

„Ronaldo er brotinn maður," sagði Einar Örn Jónsson í lýsingu sinni frá leiknum.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næst hjá Ronaldo en hann er félagslaus þessa stundina. Líklegast þykir að hann muni enda í Sádí-Arabíu en þar er hann með gott tilboð á borðinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner