
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður, var að öllum líkindum að ljúka leik á sínu síðasta heimsmeistaramóti.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir seinni hálfleikinn þegar Portúgal tapaði gegn Marokkó í dag.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir seinni hálfleikinn þegar Portúgal tapaði gegn Marokkó í dag.
Ronaldo dreif sig inn í klefa eftir leik en myndatökumaður fylgdi honum eftir á göngunni þangað. Tilfinningarnar báru hann ofurliði; þetta var síðasti dansinn á stærsta sviðinu.
„Ronaldo er brotinn maður," sagði Einar Örn Jónsson í lýsingu sinni frá leiknum.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næst hjá Ronaldo en hann er félagslaus þessa stundina. Líklegast þykir að hann muni enda í Sádí-Arabíu en þar er hann með gott tilboð á borðinu.
Cristiano Ronaldo in tears. Portugal are out. Shock. ???????????? #FIFAWorldCup pic.twitter.com/vvfeLik5sn
— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) December 10, 2022
Whether you like Ronaldo or not, this hurts to see… pic.twitter.com/Lk8tMJKGM6
— george (@StokeyyG2) December 10, 2022
Athugasemdir