
Það er útlit fyrir það að Frakkland sé að fara áfram í undanúrslitin á HM í Katar.
England náði að jafna metin úr vítaspyrnu en Olivier Giroud kom Frakklandi aftur í forystu.
Eftir að Frakkland komst 2-1 yfir þá gerði England breytingu. Mason Mount kom inn á og hann var ekki lengi að næla í aðra vítaspyrnu fyrir Englendinga.
Theo Hernandez gerðist sekur um ótrúlega heimskulegt brot á Mount og vítaspyrna var dæmd eftir VAR-skoðun.
Kane fór aftur á punktinn en í þetta sinn setti hann boltann langt yfir markið. Grátlegt fyrir fyrirliða Englendinga sem eru á heimleið eins og staðan er núna. Það eru um fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
Englendingar eru að fá aðra vítaspyrnu. Theo Hernandez braut á Mason Mount. Harry Kane er á leið á punktinn í annað sinn. pic.twitter.com/bl1CDgQ5Ur
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
Athugasemdir