
Marokkó skrifaði söguna í dag með því að gerast fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslitum HM.
Þetta er magnaður árangur, eitthvað sem enginn bjóst við áður en mótið hófst. Það hefur þrisvar gerst að lið frá Afríku komist í átta-liða úrslit; Kamerún 1990, Senegal 2002 og Gana 2010 en aldrei hefur lið frá heimsálfunni komist í undanúrslit - fyrr en núna.
Marokkó lagði Portúgal að velli í átta-liða úrslitunum, 1-0. Youssef En-Nesyri skoraði eina mark leiksins með skalla undir lok fyrri hálfleiks.
Portúgalar fengu færi til að jafna og fékk varnarmaðurinn Pepe líklega það besta í blálokin en hann skallaði fram hjá.
Jawad El Yamiq, leikmaður Marokkó, var mjög þakklátur Pepe fyrir þetta og kyssti á honum sköllótt höfuð hans í kjölfarið. Hægt er að sjá myndband af þessu hér að neðan.
Sjá einnig:
Pepe ósáttur eftir leik: Geta gefið Argentínu titilinn núna
This missed opportunity by Pepe and the kiss to the head is straight up disrespectful ???? #WorldCup #Portugal #MoroccoVsPortugal pic.twitter.com/Zs85y1dM03
— Jets Faithful (@jets_faithful) December 10, 2022
Athugasemdir