Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Koscielny ráðinn íþróttastjóri Lorient
Mynd: Getty Images

Laurent Koscielny er kominn í nýtt starf hjá Lorient en hann var þjálfari u17 ára liðs félagsins á síðustu leiktíð.


Hann hefur nú verið ráðinn íþróttastjóri félagsins. Lorient leikur í næst efstu deild í Frakklandi á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr Ligue 1 á síðustu leiktíð.

Koscielny lagði skóna á hilluna árið 2022 eftir að hafa spilað með Bordeaux frá 2019.

Hann lék sem varnarmaður en hann gekk til liðs við Arsenal einmitt frá Lorient árið 2010 og lék 353 leiki fyrir enska félagið og skoraði 27 mörk. Hann bar fyrirliðabandið hjá Arsenal tímabilið 2018-19. Hann vann enska bikarinn þrisvar og enska deildabikarinn einu sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner