Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 22:58
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Fjölnir rúllaði yfir Smára
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölnir 7 - 0 Smári
1-0 Harpa Sól Sigurðardóttir ('23 )
2-0 Emilía Sif Sævarsdóttir ('28 )
3-0 Hanna Faith Victoriudóttir ('32 )
4-0 Harpa Sól Sigurðardóttir ('41 )
5-0 Ester Lilja Harðardóttir ('52 )
6-0 Freyja Dís Hreinsdóttir ('54 )
7-0 Kristín Gyða Davíðsdóttir ('81 )

Fjölnir tók á móti Smára í eina leik kvöldsins í 2. deild kvenna og gjörsigraði andstæðinga sína úr Kópavogi.

Harpa Sól Sigurðardóttir var atkvæðamest með tvennu í sigrinum en Emilífa Sif Sævarsdóttir, Hanna Faith Victoriudóttir, Ester Lilja Harðardóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir og Kristín Gyða Davíðsdóttir deildu hinum mörkunum á milli sín í 7-0 sigri.

Þessi úrslit koma ekki á óvart en Smári situr sem fastast á botni deildarinnar með eitt stig eftir níu fyrstu umferðirnar.

Fjölnir er í efri hluta deildarinnar með 16 stig, sex stigum á eftir Völsungi sem situr í öðru sætinu mikilvæga.
Athugasemdir
banner
banner
banner