Ægir 1 - 2 Reynir S.
0-1 Bergþór Ingi Smárason ('8)
1-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('45)
1-2 Bergþór Ingi Smárason ('97)
Rautt spjald: Toma Ivov Ouchagelov, Ægir ('98)
0-1 Bergþór Ingi Smárason ('8)
1-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('45)
1-2 Bergþór Ingi Smárason ('97)
Rautt spjald: Toma Ivov Ouchagelov, Ægir ('98)
Ægir tók á móti Reyni frá Sandgerði í eina leik kvöldsins í 2. deild karla og tóku gestirnir forystuna snemma leiks, með marki frá Bergþóri Inga Smárasyni.
Heimamönnum í Þorlákshöfn tókst að jafna skömmu fyrir leikhlé þegar Bjarki Rúnar Jónínuson kom boltanum í netið og hélst staðan jöfn nánast allan seinni hálfleikinn.
Þegar var komið djúpt í uppbótartímann leit sigurmark leiksins loks dagsins ljós. Aftur var Bergþór Ingi á ferðinni og í þetta skiptið skoraði hann á 97. mínútu.
Toma Ivov Ouchagelov, leikmaður Ægis, fékk að líta rautt spjald skömmu síðar.
Þetta gæti reynst afar dýrmætur sigur fyrir Reyni þar sem liðið er í fallbaráttunni. Reynismenn lyfta sér upp úr botnsæti deildarinnar með þessum sigri og eiga núna 8 stig eftir 12 umferðir.
Þetta tap eru mikil vonbrigði fyrir Ægi, sem fór gríðarlega vel af stað á deildartímabilinu en var núna að tapa sínum fjórða leik í röð. Ægismenn eru um miðja deild með 15 stig eftir tapið.
Athugasemdir