Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Skýr skilaboð frá Ými - Svakaleg barátta um 2. sætið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
4. deildin lofar gríðarlega mikilli spennu í ár þar sem hart er barist á öllum vígstöðvum.

Ýmir trónir á toppi deildarinnar með fimm stiga forystu eftir stórsigur gegn Kríu í kvöld, þar sem Arian Ari Morina og Ásgeir Lúðvíksson skoruðu sitthvora tvennuna. Kría situr í neðri hluta deildarinnar.

Ýmir hafði tapað tveimur leikjum í röð þar á undan og eru þetta því skýr skilaboð sem Ýmismenn eru að senda til keppinauta sinna í toppbaráttunni.

Hamar er í öðru sæti eftir annan tapleikinn í röð. Í þetta sinn töpuðu Hvergerðingar nágrannaslag á Selfossi, þegar þeir heimsóttu Árborg.

Hamar tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn sneru dæminu við í seinni hluta síðari hálfleiks og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar, 3-1.

Hamar er með 20 stig í öðru sæti, en Árborg kemur í næsta sæti þar á eftir með 19 stig. KH og Tindastóll deila þriðja sætinu með Árborg, en Stólarnir eiga þó leik til góða gegn KFS og geta stokkið upp í annað sætið með sigri þar.

Að lokum gerði Skallagrímur jafntefli við KÁ og lyfti sér úr botnsætinu. Skallagrímur, RB og KFS deila botnsætum deildarinnar með 7 stig á haus.

Ýmir 7 - 0 Kría
1-0 Ásgeir Lúðvíksson ('7 )
2-0 Gabriel Delgado Costa ('34 )
3-0 Hörður Máni Ásmundsson ('52 )
4-0 Arian Ari Morina ('63 )
5-0 Dagur Eiríksson ('76 )
6-0 Arian Ari Morina ('88 )
7-0 Ásgeir Lúðvíksson ('90 )

Árborg 3 - 1 Hamar
0-1 Brynjar Óðinn Atlason ('44 )
1-1 Sigurður Óli Guðjónsson ('63 )
2-1 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('73 )
3-1 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('80 )

Skallagrímur 2 - 2 KÁ
1-0 Sölvi Snorrason ('4 , Mark úr víti)
1-1 Ágúst Jens Birgisson ('61 )
1-2 Sindri Hrafn Jónsson ('74 )
2-2 Recoe Reshan Martin ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner