Það fóru þrír afar spennandi slagir fram í 5. deildinni í kvöld þar sem toppliðin mættu flest til leiks.
Það var einn leikur í A-riðli þar sem Hafnir höfðu betur gegn Létti til að bæta stöðu sína á toppi riðilsins, en liðið er í harðri toppbaráttu við Álafoss og Álftanes.
Kristófer Orri Magnússon var besti leikmaður vallarins og skoraði hann þrennu í 4-2 sigri Hafna, sem eru með 26 stig eftir 10 umferðir - þremur stigum á undan Álafossi sem á leik til góða.
Þá voru tveir leikir spilaðir í æsispennandi toppbaráttu B-riðils og tókst Mídas að jafna KFR á stigum á toppi riðilsins.
Mídas vann frábæran sigur á heimavelli gegn SR þar sem sex mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, en lokatölur urðu 5-2.
Á sama tíma gerði KFR 3-3 jafntefli í hörkuleik gegn Smára og er toppsæti Rangæinga í hættu, þar sem Mídas og Smári eiga leik til góða.
Hafnir 4 - 2 Léttir
1-0 Ragnar Ingi Sigurðsson ('26 )
1-1 Kristján Jóhannesson ('31 )
2-1 Kristófer Orri Magnússon ('34 )
3-1 Kristófer Orri Magnússon ('51 )
3-2 Snorri Gunnarsson ('58 )
4-2 Kristófer Orri Magnússon ('62 )
Mídas 5 - 2 SR
0-1 Benedikt Svavarsson ('8 )
1-1 Hjörtur Guðmundsson ('13 )
2-1 Kristófer Dagur Sigurðsson ('16 )
2-2 Benedikt Svavarsson ('18 )
3-2 Tómas Atli Björnsson ('34 )
4-2 Adrían Elí Þorvaldsson ('40 )
5-2 Kristinn Helgi Jónsson ('50 )
KFR 3 - 3 Smári
1-0 Aron Birkir Guðmundsson ('9 )
2-0 Hákon Kári Einarsson ('36 )
2-1 Arnar Freyr Sigurgeirsson ('41 )
3-1 Bjarni Þorvaldsson ('62 )
3-2 Alexander Fannberg Gunnarsson ('70 )
3-3 Sigurður Tómas Jónsson ('89 )
Athugasemdir