Andri Fannar Baldursson kom inn af bekknum í þægilegum 3-0 sigri Elfsborg gegn Paphos í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.
Staðan var 2-0 fyrir Elfsborg þegar Andra Fannari var skipt inn á 64. mínútu, og voru Svíarnir einum leikmanni fleiri eftir rautt spjald andstæðinganna.
Gestirnir í liði Paphos spiluðu flottan fyrri hálfleik en áttu litla möguleika eftir að missa mann af velli í seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Paphos í Kýpur.
Kolding IF gerði þá jafntefli við portúgalska félagið Mafra í æfingaleik. Elías Rafn Ólafsson var á láni hjá Mafra á síðustu leiktíð en er snúinn aftur til Midtjylland og var því ekki með í dag.
Leikum lauk með 1-1 jafntefli en Ari Leifsson og Davíð Ingvarsson eru báðir á mála hjá Kolding.
Elfsborg 3 - 0 Paphos
Kolding 1 - 1 Mafra
Athugasemdir