Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 11. júlí 2024 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds fær Rothwell frá Bournemouth (Staðfest)
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að miðjumaðurinn Joe Rothwell sé á leið til Leeds United á láni frá Bournemouth.

Rothwell er 29 ára gamall og lék á láni hjá Southampton á seinni hluta síðustu leiktíðar. Hann hjálpaði liðinu að fara upp úr Championship deildinni, en var ónotaður varamaður í úrslitaleik umspilsins þegar Southampton hafði betur gegn Leeds United á Wembley.

Hann lék mikilvægt hlutverk í vor þar sem hann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Southampton og mun halda áfram að spila í Championship deildinni þrátt fyrir að hafa komist upp.

Rothwell var lykilmaður í liði Blackburn Rovers áður en hann var keyptur til Bournemouth fyrir tveimur árum, en honum tókst ekki að hrifsa byrjunarliðssæti í ensku úrvalsdeildinni.

Allir aðilar hafa komist að samkomulagi og á Rothwell einungis eftir að standast læknisskoðun, sem ætti að ljúka á næstu tveimur sólarhringum.

Rothwell þótti mikið efni áður fyrr og lék 16 leiki fyrir yngri landslið Englands. Hann er uppalinn hjá Manchester United en kom aldrei við sögu með meistaraflokki.

Rothwell á tvö ár eftir af samningi sínum við Bournemouth en hann er aðeins metinn á um 2 milljónir punda samkvæmt vefsíðu transfermarkt.

Uppfært:
Leeds hefur staðfest félagaskiptin.


Athugasemdir
banner
banner