Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Liam Delap búinn í læknisskoðun hjá Ipswich
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Framherjinn efnilegi Liam Delap er búinn að standast læknisskoðun hjá Ipswich Town og verður tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins í kvöld eða á morgun.

Ipswich eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og yrði Delap þriðji leikmaðurinn til að ganga til liðs við félagið í sumar eftir Ben Johnson og Omari Hutchinson, sem eru komnir frá Chelsea og West Ham United.

Delap er 21 árs gamall og kemur úr röðum Manchester City, þar sem hann hefur verið síðustu fimm ár. Delap gerði flotta hluti á láni hjá Hull City í fyrra en þar áður lék hann á láni hjá Preston North End og Stoke City.

Delap hefur því góða reynslu úr Championship deildinni, en hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum með meistaraflokki Man City - þar af tveimur í ensku úrvalsdeildinni.

Ipswich borgar um 20 milljónir punda fyrir Delap og heldur Man City 20% af endursölurétti leikmannsins.

Delap hefur verið mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Englands, þar sem hann á 13 mörk í 30 leikjum.

Sky Sports greinir frá þessum fregnum í dag en félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarnar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner