Miðjumaðurinn Albert Sambi Lokonga er á leið til Sevilla þar sem hann mun leika á næstu leiktíð á lánssamningi frá Arsenal.
Hinn 24 ára gamli Lokonga hefur ekki fundið pláss í byrjunarliði Arsenal frá því að félagið keypti hann frá Anderlecht fyrir þremur árum.
Síðan þá hefur Lokonga verið lánaður til Lundúnafélaganna Crystal Palace og Luton Town, en núna mun hann reyna fyrir sér á nýjum slóðum.
Lokonga á einn A-landsleik að baki fyrir Belgíu og þá spilaði hann 39 leiki hjá Arsenal, sem hefur ekki þörf fyrir leikmanninn.
Sevilla greiðir laun leikmannsins og er með 12 milljón evru kauprétt á honum. Kauprétturinn verður að kaupskyldu ef ákveðnum skilyrðum verður mætt.
Það er búið að bóka læknisskoðun fyrir Lokonga, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal.
Athugasemdir