Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 11. júlí 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Moussa Sissoko aftur til Watford (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Moussa Sissoko er kominn aftur til Watford í enska boltanum og mun hjálpa liðinu í Championship deildinni á komandi leiktíð.

Sissoko er 34 ára miðjumaður, sem verður 35 ára í ágúst, og lék síðast með Watford tímabilið 2021-22 þegar félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Sissoko skipti yfir til Nantes í franska boltanum og lék mikilvægt hlutverk þar en endurnýjaði ekki samning sinn við félagið.

Hann kemur því til Watford á frjálsri sölu og mun leika í Championship deildinni í fyrsta sinn á ferlinum.

Sissoko býr yfir gríðarlega mikilli reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir rúmlega 250 leiki fyrir Newcastle United og Tottenham Hotspur, áður en hann skipti yfir til Watford fyrir þremur árum.

Tom Cleverley, aðalþjálfari Watford, sagði í viðtali að Sissoko, sem gerir tveggja ára samning, verður lykilmaður fyrir félagið í vetur.


Athugasemdir
banner
banner