Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Langþráður sigur hjá Augnabliki - ÍH skoraði sex
Mynd: Augnablik
Mynd: ÍH
Augnablik vann loksins deildarleik í 3. deildinni þegar fallbaráttulið Hvíta riddarans kom í heimsókn í kvöld.

Heimamenn lentu þó í miklu basli í Kópavogi og var staðan markalaus í leikhlé. Alexander Aron Tómasson tók forystuna fyrir gestina úr Mosfellsbæ í upphafi síðari hálfleiks og óttuðust einhverjir heimamenn að hér væri fimmti tapleikurinn í röð í aðsiglingu, en svo var ekki.

Eysteinn Þorri Björgvinsson jafnaði metin á 62. mínútu, áður en Kjartan Pétur Víglundsson skoraði dýrmætt sigurmark á lokakaflanum.

Augnablik hafði tapað fjórum leikjum í röð en liðið endurheimtir þriðja sætið með þessum sigri og situr þar með 21 stig eftir 12 umferðir. Hvíti riddarinn er í næstneðsta sæti deildarinnar, með 11 stig.

Brynjar Jónasson kom ÍH þá í tveggja marka forystu gegn Elliða og var staðan orðin 4-0 þegar flautað var til leikhlés.

Elliði svaraði fyrir sig með þremur mörkum í röð í síðari hálfleik til að minnka muninn niður í eitt mark, staðan var 4-3 eftir 74. mínútu en markaflóðinu var ekki lokið.

Heimamönnum í ÍH tókst að innsigla sigurinn með tveimur mörkum á lokakafla leiksins og urðu lokatölur 6-3 fyrir ÍH.

Hafnfirðingar eru með 17 stig eftir 12 umferðir, einu stigi fyrir ofan Elliða.

Augnablik 2 - 1 Hvíti riddarinn
0-1 Alexander Aron Tómasson ('49 )
1-1 Eysteinn Þorri Björgvinsson ('62 )
2-1 Kjartan Pétur Víglundsson ('84 )

ÍH 6 - 3 Elliði
1-0 Brynjar Jónasson ('13 )
2-0 Brynjar Jónasson ('18 )
3-0 Kristófer Dan Þórðarson ('26 )
4-0 Arnór Pálmi Kristjánsson ('43 )
4-1 Hlynur Magnússon ('57 , Mark úr víti)
4-2 Nikulás Ingi Björnsson ('59 )
4-3 Gylfi Gestsson ('74 )
5-3 Kristófer Dan Þórðarson ('76 , Mark úr víti)
6-3 Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('83 )
Rautt spjald: Eyjólfur Andri Sverrisson , Elliði ('65)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner