Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fös 12. júlí 2024 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Tindastóll endurheimti annað sætið
Mynd: Tindastóll
Tindastóll 4 - 1 KFS
0-1 Víðir Þorvarðarson ('12)
1-1 Manuel Ferriol Martínez ('14)
2-1 Manuel Ferriol Martínez ('20)
3-1 Dominic Louis Furness ('39)
4-1 David Bercedo ('40)

Tindastóll tók á móti KFS í eina leik kvöldsins í 4. deildinni og tók Víðir Þorvarðarson forystuna fyrir gestina frá Vestmannaeyjum snemma leiks.

Víðir er kominn aftur til KFS eftir að hafa leikið með ÍBV í Lengjudeildinni fyrri part sumars. Hann er algjör lykilmaður í liði KFS enda mikil gæði sem búa í Víði, sem býr yfir mikilli reynslu úr efstu deildum íslenska boltans.

Gæði Víðis dugðu þó ekki til gegn Tindastóli, sem svaraði fyrir sig með fjórum mörkum fyrir leikhlé.

Manuel Ferriol Martínez setti tvennu á sex mínútna kafla, áður en Dominic Louis Furness og David Bercedo gerðu út um viðureignina.

Lokatölur urðu 4-1 fyrir Tindastól sem er í öðru sæti, með 22 stig eftir 11 umferðir - þremur stigum á eftir toppliði Ýmis.

KFS er eitt af þremur botnliðum deildarinnar, sem eiga 7 stig á haus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner