Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Orri Steinn skoraði tvennu gegn Viktoria Plzen
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkur Íslendingalið sem spiluðu æfingaleiki í dag og nokkrir Íslendingar sem komu við sögu.

Íslendingalið SönderjyskE gerði markalaust jafntefli við Holstein Kiel og voru Atli Barkarson, Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason allir í byrjunarliði SönderjyskE.

Alfons Sampsted var ekki með í 2-1 sigri FC Twente gegn Nordsjælland og þá skoraði Orri Steinn Óskarsson tvennu í fjörugu jafntefli FC Kaupmannahafnar.

FCK gerði jafntefli við Viktoria Plzen frá Tékklandi þar sem Orri Steinn skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu.

Tékkarnir sneru stöðunni við og leiddu í leikhlé, 2-1, en Orri Steinn jafnaði metin á 66. mínútu. Lokatölur urðu 3-3 og var Rúnar Alex Rúnarsson ónotaður varamaður hjá FCK.

Framherjinn Matej Vydra, sem lék lengi í enska boltanum, kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði þriðja mark Plzen í leiknum.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði seinni hálfleikinn í þægilegum sigri Fortuna Düsseldorf gegn DVTK frá Ungverjalandi og þá tapaði G.A. Eagles gegn Royale Union Saint-Gilloise.

Viktoria Plzen 3 - 3 FC Kaupmannahöfn
0-1 Orri Steinn Óskarsson ('4)
1-1 J. Panos ('13)
2-1 C. Kabongo ('16)
2-2 Orri Steinn Óskarsson ('66)
3-2 Matej Vydra ('69)
3-3 Viktor Claesson ('91)

Twente 2 - 1 Nordsjælland

Holstein Kiel 0 - 0 Sonderjyske

Dusseldorf 4 - 0 DVTK

G.A. Eagles 1 - 2 Royale Union SG

Silkeborg 1 - 4 Vendsyssel

Athugasemdir
banner
banner
banner