Sóknarmaðurinn litríki Mario Balotelli er í viðræðum við brasilíska félagið Corinthians en Claudinei Alves, framkvæmdastjóri félagsins, hefur staðfest þetta.
Alves segir að Balotelli eigi enn draum um að spila fleiri landsleiki fyrir Ítalíu
Alves segir að Balotelli eigi enn draum um að spila fleiri landsleiki fyrir Ítalíu
„Hann vill snúa aftur í ítalska landsliðið og vonast til þess að skipti til Brasilíu hjálpi til,“ segir Alves.
Balotelli er 34 ára og er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Adana Demirspor rann út. Hann skoraði sjö mörk í sextán leikjum fyrir félagið í tyrknesku deildinni.
Balotelli hefur skorað fjórtán mörk í 36 landsleikjum fyrir Ítalíu en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan gegn Póllandi í Þjóðadeildinni 2018.
Balotelli er fyrrum leikmaður Manchester City, Liverpool og Inter.
Athugasemdir