Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fös 12. júlí 2024 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Besiktas kaupir markahæsta leikmann í sögu Lazio (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tyrkneska stórveldið Besiktas átti mikið vonbrigðatímabil á síðustu leiktíð og er búið að krækja sér í nýjan framherja sem á að raða inn mörkum.

Sá heitir Ciro Immobile og er markahæsti leikmaður í sögu ítalska félagsins Lazio. Immobile er 34 ára gamall og átti afar slakt tímabil á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði þó 11 mörk í 43 leikjum, auk þess að gefa eina stoðsendingu.

Markaskorun Immobile hefur dalað hægt og rólega á undanförnum árum en þegar hann var uppá sitt besta tókst honum að hreppa titilinn markakóngur Serie A deildarinnar fjórum sinnum.

Hann var síðast markahæstur tímabilið 2021-22 með 27 mörk skoruð, en hefur ekki tekist að finna réttan takt síðan.

Besiktas er þegar búið að styrkja hópinn sinn með brasilíska miðverðinum Gabriel Paulista sem er kominn frá Atlético Madrid, auk tveggja leikmanna úr portúgalska boltanum. Rafa Silva er kominn frá Benfica og Al-Musrati frá Braga.

Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Cenk Tosun og Rachid Ghezzal hafa yfirgefið félagið á frjálsri sölu eftir að hafa engan veginn staðist þær væntingar sem til þeirra voru gerðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner