Brighton er búið að bæta við sig nýjum leikmanni, 18 ára miðjumanni sem kemur úr röðum IFK Göteborg í Svíþjóð.
Sá heitir Malick Yalcouyé og lék við hlið Kolbeins Þórðarsonar á miðjunni hjá Gautaborg.
Brighton borgar um 10 milljónir evra fyrir táninginn sem vakti mikla athygli á sér með glæsilegri frammistöðu í sænska boltanum.
Yalcouyé, sem er frá Malí, gerir fimm ára samning við Brighton sem gildir út tímabilið 2028-29.
Our newest recruit, Malick Yalcouye! ???????? pic.twitter.com/SFVKQ07Nfc
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) July 12, 2024
Athugasemdir