Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carvajal vill fá Rodri til Real: „Aldrei sól í Manchester"
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Spænski bakvörðurinn Dani Carvajal er goðsögn hjá Real Madrid eftir að hafa verið hjá félaginu nánast allan ferilinn sinn sem atvinnumaður í fótbolta.

Hann hefur unnið ógrynni titla með Real Madrid og verið lykilmaður fyrir félagið.

Real Madrid býr yfir einum sterkasta leikmannahópi í sögu fótboltans og er að leitast eftir að styrkja sig enn frekar. Carvajal telur að landsliðsfélagi sinn Rodri væri fullkomin viðbót við leikmannahópinn.

Rodri er af mörgum talinn vera besti miðjumaður heims í dag og eina af helstu ástæðum fyrir magnaðri velgengni Manchester City á undanförnum árum.

„Ég segi við Rodri á hverjum degi að koma til Real Madrid," sagði Carvajal, en þeir félagarnir eru staddir saman á EM í Þýskalandi þar sem þeir undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn gegn Englandi. Þar mætir Rodri nokkrum liðsfélögum sínum úr Man City á meðan Carvajal mætir Jude Bellingham, samherja sínum hjá Real.

„Ég segi þetta við hann á hverjum degi. Ég minni hann á að það er aldrei sól í Manchester og að við þurfum á honum að halda í Madríd.

„Hann segir við mig að hann sé samningsbundinn.... en ég veit að hann væri fullkominn fyrir okkur!"


Hinn 28 ára gamli Rodri á þrjú ár eftir af samningi sínum við Man City.
Athugasemdir
banner