Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Como kaupir Dossena (Staðfest) - Moreno, Reina og Varane næstir inn
Dossena í baráttu við Andrea Pinamonti.
Dossena í baráttu við Andrea Pinamonti.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið Como mun leika í Serie A deildinni í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár þegar deildartímabilið hefst í ágúst.

Como komst upp úr B-deildinni í vor og ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn verulega til að forðast fall á komandi leiktíð.

Cesc Fabregas þjálfar liðið og er meðal eigenda þess, ásamt Thierry Henry fyrrum liðsfélaga sínum hjá Arsenal.

Como er búið að kaupa varnarmanninn Alberto Dossena frá Cagliari fyrir 8 milljónir evra en hann kemur úr röðum Cagliari sem rétt forðaðist fall úr Serie A á síðustu leiktíð.

Dossena var meðal bestu leikmanna Cagliari á tímabilinu en hann er 25 ára gamall og uppalinn hjá Atalanta.

Fabregas hefur miklar mætur á Dossena og vildi ólmur fá félagsskiptin í gegn. Dossena er sjötti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Como í sumar eftir menn á borð við Andrea Belotti og Gabriel Strefezza, en bakvörðurinn Alberto Moreno er næstur inn.

Moreno er 32 ára gamall og er lesendum kunnugur eftir að hafa spilað tæplega 150 leiki fyrir enska stórveldið Liverpool.

Hann hefur verið hjá Villarreal síðustu fimm ár og kom við sögu í 33 leikjum á síðustu leiktíð.

Moreno rann út á samningi hjá Villarreal um síðustu mánaðamót og má búast við að hann komi til með að spila stórt hlutverk fyrir Como.

Þá er franski miðvörðurinn Raphaël Varane einnig í viðræðum við félagið, auk spænska markvarðarins Pepe Reina.
Athugasemdir
banner
banner
banner