Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fös 12. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América um helgina - Ver Argentína titilinn gegn Kólumbíu?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Copa América keppninni lýkur um helgina þegar tveir síðustu leikirnir fara fram í Bandaríkjunum.

Á laugardagskvöldinu eigast Kanada og Úrúgvæ við í úrslitaleik um þriðja sæti mótsins eftir tapleiki gegn Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum.

Argentína og Kólumbía eigast svo við í úrslitaleiknum sjálfum seint á sunnudagskvöldið.

Þar geta Lionel Messi og félagar reynt að verja titilinn sem þeir unnu í síðustu Copa América keppni sem fór fram fyrir þremur árum síðan.

Það var fyrsti Copa América titillinn sem Messi hampaði eftir margar tilraunir, en Argentína hafði ekki unnið keppnina síðan 1993.

Kólumbía hefur aðeins tvisvar sinnum komist í úrslitaleik Copa América. Liðið tapaði gegn Perú í fyrstu útgáfu keppninnar 1975 og vann svo úrslitaleikinn gegn Mexíkó 2001.

Engin þjóð utan Suður-Ameríku hefur unnið keppnina, en Mexíkó hefur tvisvar sinnum komist í úrslitaleikinn.

Sigrar í Copa América frá upphafi:
Brasilía - 5
Úrúgvæ - 4
Argentína - 2
Síle - 2
Kólumbía - 1
Paragvæ - 1
Perú - 1

Laugardagur - Bronsleikur:
00:00 Kanada - Úrúgvæ

Sunnudagur - Úrslitaleikur:
00:00 Argentína - Kólumbía
Athugasemdir
banner
banner