Manchester United vinnur hörðum höndum að því að styrkja sig og viðræður Arsenal við Bologna halda áfram. Það er ekkert betra í súldinni en að skoða safaríkasta slúðrið sem er í gangi.
Franski kantmaðurinn Moussa Diaby (25) hjá Aston Villa er að nálgast Sádi-arabíska félagið Al-Ittihad. (Yahoo)
Al-Ittihad er í viðræðum við Casemiro (32), brasilíska miðjumanninn hjá Manchester United. (L'Equipe)
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt (24) hjá Bayern München vill ganga sem fyrst í raðir Manchester United. Bayern vill fá 50 milljónir evra fyrir hann. (Sky Sports/90min)
Paris St-Germain hefur boðið 70 milljónir evra í Joao Neves (19) landsliðsmann Portúgals, samanborið við 60 milljóna evra tilboð frá Manchester United. Benfica hefur hafnað tilboðunum og vill fá tilboð sem er nær 120 milljóna evra riftunarákvæði miðjumannsins. (A Bola)
Enska fótboltasambandið vill að Gareth Southgate verði áfram landsliðsþjálfari Englands, jafnvel þó liðið tapi úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn. (Mail)
Jurgen Klopp hefur ekki áhuga á að taka við bandaríska landsliðinu og ætlar að taka sér frí frá stjórastarfinu. Þýska fótboltasambandið hefur einnig áhuga á að fá hann til að taka við sínu landsliði. (Athletic/TeamTalk)
Tilboð Arsenal í ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori (22) er 40 milljónir evra sem gæti hækkað um 10 milljónir eftir ákvæðum. Bologna vill fá 50 milljónir evra auk prósentu af framtíðarsölu. Samningaviðræður félaganna tveggja halda áfram. (Sky Sports Italia)
Crystal Palace er staðráðið í að selja ekki enska kantmanninn Eberechi Eze (26) til Tottenham eða Manchester United. (Football Insider)
Nice hefur áhuga á Teden Mengi (22), enskum varnarmanni Luton Town. (Foot Mercato)
Arsenal hefur lagt fram fyrsta tilboð í enska markvörðinn Tommy Setford (18) hjá Ajax. (Fabrizio Romano)
AC Milan hefur áhuga á Strahinja Pavlovic (23), serbneskum varnarmanni RB Salzburg en hann er einnig á óskalista Newcastle. (Calciomercato)
West Ham hefur fælt frá áhuga Manchester City og mun halda enska miðjumanninum Chinaza Nwosu (16) í akademíu sinni. (Football Insider)
Chelsea hefur hætt að reyna að fá Samu Omorodion (20), spænskan framherja Atletico Madrid. (Marca)
Athugasemdir