Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fös 12. júlí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Di María verður áfram hjá Benfica á næstu leiktíð
Di María lék með Benfica frá 2007 til 2010 áður en hann var keyptur til Real Madrid.
Di María lék með Benfica frá 2007 til 2010 áður en hann var keyptur til Real Madrid.
Mynd: EPA
Argentínski kantmaðurinn Ángel Di María verður áfram hjá Benfica á næstu leiktíð en framtíð hans var í óvissu í ljósi mikils áhuga á honum utan Evrópu.

Di María var helst orðaður við Inter Miami í MLS deildinni, þar sem hann myndi spila með Lionel Messi, Sergio Busquets, Luis Suárez og Jordi Alba meðal annars, en einnig við félög í Sádi-Arabíu.

Hann hefur þó ákveðið að vera áfram í portúgalska boltanum eftir að hafa reynst mikilvægur partur af sterku liði Benfica á síðustu leiktíð.

Hinn 36 ára gamli Di María átti magnað tímabil með Benfica þar sem hann kom að 32 mörkum með beinum hætti í 48 leikjum.

Hann gerir eins árs samning við Benfica og mun vera með alla sína einbeitingu í því að gera vel fyrir félagið á næstu leiktíð. Hann verður ekki lengur upptekinn af argentínska landsliðinu eftir úrslitaleik Copa América um helgina, sem mun minnka leikjaálagið og gera honum kleift að spila enn betur en áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner