Velski dómarinn Cheryl Foster dæmir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni EM kvenna á Laugardalsvellinum í dag.
Foster er 43 ára og var í síðasta mánuði sæmd MBE orðu bresku krúnunnar á afmælishátíð konungsins. Hún var heiðruð fyrir framlag sitt til fótbolta og kvennaíþrótta.
Foster er 43 ára og var í síðasta mánuði sæmd MBE orðu bresku krúnunnar á afmælishátíð konungsins. Hún var heiðruð fyrir framlag sitt til fótbolta og kvennaíþrótta.
Hún varð fyrsta konan frá Wales til að dæma á stórmóti á EM 2022 og svo dæmdi hún úrslitaleik Meistaradeildar kvenna 2023, milli Barcelona og Wolfsburg.
Hún starfaði síðan á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þar sem hún dæmdi meðal annars leikinn um þriðja sætið.
„Þegar ég byrjaði fyrst að dæma vissi ég ekki hvert það myndi leiða mig. Ég ákvað að prófa þetta og svo virtist sem ég væri fín í þessu," sagði Foster eftir að hafa fengið orðuna.
Ísland mætir Þýskalandi í súldinni á Laugardalsvelli kl. 16:15 í dag. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Austurríki, en tvö efstu lið riðilsins fara beint í lokakeppnina sem fer fram í Sviss næsta sumar.
Athugasemdir