Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Emerson Royal heimtar spiltíma: Gengur ekki upp
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er eftirsóttur af ítalska stórveldinu AC Milan og er sagður vera spenntur fyrir að skipta yfir í ítalska boltann.

Emerson er ekki ánægður með spiltímann sem hann fær hjá sínu núverandi félagi, Tottenham Hotspur, og segir í viðtali að hann hafi engan áhuga á að sitja áfram á bekknum á næstu leiktíð.

Emerson er 25 ára og leikur sem sókndjarfur hægri bakvörður. Hann kom við sögu í 24 leikjum á síðustu leiktíð og fékk í heildina um 1337 mínútur innan vallar.

„Ég er mikil keppnismanneskja og það truflar mig að vera skilinn eftir á bekknum. Ég er ósáttur og hef rætt við þjálfarann um það. Ég hef alltaf verið mjög fagmannlegur í allri minni hegðun, ég hef lagt mikinn metnað í æfingar og annað en þetta ástand gengur ekki lengur upp fyrir mig. Ég þarf að spila fótbolta," segir Emerson.

„Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég er ekki leikmaður sem situr á bekknum. Ég vil spila fótbolta og ef ég fæ ekki að gera það hér, þá þarf ég að gera það á öðrum stað.

„Ég vil spila fyrir brasilíska landsliðið en það er ólíklegt ef ég fæ ekki spiltíma með félagsliðinu mínu."


Hjá AC Milan myndi Emerson berjast við Davide Calabria og Alessandro Florenzi um sæti í liðinu, þó að hinn ungi Álex Jiménez geri einnig tilkall til sætis í leikmannahópinum.
Athugasemdir
banner