Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari írska landsliðsins, er byrjaður að láta sjá sig á vellinum í Írlandi.
Hann var mættur á völlinn í gær þegar Shelbourne lagði St Joseph's frá Gíbraltar í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Segja má að Heimir hafi þarna verið mættur í sitt fyrsta njósnaverkefni sem landsliðsþjálfari Írlands en Shelbourne er á toppi írsku deildarinnar og er liðinu stýrt af Damien Duff, fyrrum leikmanni Chelsea.
Shelbourne marði sigur í leiknum, 2-1, en Gíbraltar er ein veikasta Evrópuþjóð fótboltans.
Heimir mun stýra Írlandi í fyrsta sinn í september þegar liðið mætir Englandi í Þjóðadeildinni.
Great to see the new @IrelandFootball MNT Head Coach Heimir Hallgrímsson at Tolka Park tonight on his first day in the job! ????????
— Brian MacCraith (@muirtheimhne) July 11, 2024
And a great night for Shelbourne too!
?@shelsfc? 2 @StJosephsFCGib 1
UEFA Conference League ????????
All to play for in Gibraltar next week! ???????? pic.twitter.com/QhH7Lzkzf8
Athugasemdir