Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir sá lærisveina Damien Duff merja lið frá Gíbraltar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari írska landsliðsins, er byrjaður að láta sjá sig á vellinum í Írlandi.

Hann var mættur á völlinn í gær þegar Shelbourne lagði St Joseph's frá Gíbraltar í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Segja má að Heimir hafi þarna verið mættur í sitt fyrsta njósnaverkefni sem landsliðsþjálfari Írlands en Shelbourne er á toppi írsku deildarinnar og er liðinu stýrt af Damien Duff, fyrrum leikmanni Chelsea.

Shelbourne marði sigur í leiknum, 2-1, en Gíbraltar er ein veikasta Evrópuþjóð fótboltans.

Heimir mun stýra Írlandi í fyrsta sinn í september þegar liðið mætir Englandi í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner