Ipswich Town er búið að krækja sér í miðvörðinn Jacob Greaves sem kemur úr röðum Hull City fyrir um 18 milljónir punda.
Greaves er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Ipswich í sumar eftir Omari Hutchinson og Ben Johnson, sem koma úr röðum Chelsea og West Ham.
Greaves gerir fimm ára samning við Ipswich og er Liam Delap, ungstirni úr röðum Manchester City, næstur inn.
Greaves er 23 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Hull síðustu ár auk þess að vera einn af bestu varnarmönnum Championship deildarinnar.
Welcome to Town, Jacob Greaves! ? pic.twitter.com/See8IBCaqA
— IPSWICH TOWN (@IpswichTown) July 12, 2024
Athugasemdir