Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jonny Evans áfram hjá Man Utd á næstu leiktíð (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Man Utd
Manchester United er búið að staðfesta samkomulag við Jonny Evans um framlengingu á samningi hans við félagið um eitt ár.

Þessi þaulreyndi miðvörður verður því áfram í leikmannahópi Erik ten Hag á næstu leiktíð, en það kom mörgum á óvart þegar hann samdi við Man Utd í fyrra.

Þau félagaskipti áttu eftir að reynast afar mikilvæg fyrir Rauðu djöflana vegna þeirra ótrúlegu meiðslavandræða sem herjuðu á varnarlínu liðsins allt síðasta tímabil. Evans endaði á að spila 30 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þrátt fyrir háan aldur.

Evans er 36 ára gamall og vann meðal annars ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á tíma sínum hjá Man Utd frá 2008 til 2015, áður en hann hélt til West Bromwich Albion og síðar til Leicester City.

Evans var fyrirliði hjá Leicester tímabilið 2022-23 þegar félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Hann samdi við Man Utd á frjálsri sölu sumarið 2023.


Athugasemdir
banner
banner