Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Kasper Schmeichel tekur við keflinu af Joe Hart
Mynd: EPA
Celtic er að semja við danska landsliðsmarkvörðinn Kasper Schmeichel sem er samningslaus eftir að hafa leikið fyrir Anderlecht í belgísku deildinni á síðustu leiktíð.

Schmeichel stóð sig vel í Belgíu og gerði gott mót með Danmörku á EM til að vekja athygli á sér.

Schmeichel verður 38 ára í nóvember og lék fyrir OGC Nice í franska boltanum áður en hann hélt til Anderlecht. Hann var aðeins í eitt ár hjá Nice, en þar áður var hann aðalmarkvörður Leicester City og vann meðal annars ensku úrvalsdeildina afar óvænt með félaginu.

Celtic er, ásamt Rangers, langstærsta félag í sögu skoska boltans og hefur haft betur í baráttunni gegn Rangers á undanförnum áratugum.

Schmeichel verður væntanlega aðalmarkvörður hjá Celtic þar sem hann mun taka við keflinu af Joe Hart sem ákvað að leggja hanskana á hilluna eftir síðustu leiktíð.

Hákon Rafn Valdimarsson er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við markmannsstöðuna hjá Celtic í sumar, en hann er varamarkvörður hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner