Anthony Knockaert er búinn að leggja skóna á hilluna eftir flottan feril sem atvinnumaður í fótbolta, þar sem hann lék lengst af í enska boltanum.
Knockaert er aðeins 32 ára gamall og hóf ferilinn með Guingamp í franska boltanum. Hann vakti athygli með frammistöðu sinni í Ligue 2 og var fenginn yfir til Leicester City.
Eftir dvöl sína hjá Leicester og stutt stopp hjá Standard Liége í Belgíu skipti Knockaert til Brighton, þar sem hann átti magnað tímabil 2016-17. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina með 15 mörkum í 45 leikjum í Championship deildinni og er enn í dag í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum sem muna eftir mögnuðum töktum hans úti á kantinum.
Knockaert lék einnig fyrir Fulham, Nottingham Forest og Huddersfield Town áður en hann skipti loks yfir til Valenciennes í Frakklandi.
„Það er með blendnum tilfinningum sem ég tilkynni að ég er hættur sem atvinnumaður í fótbolta. Þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun en eftir miklar vangaveltur tel ég þetta vera rétta tímann fyrir mig til að hefja nýjan kafla í lífinu," skrifaði Knockaert á Instagram.
Anthony Knockaert has announced his retirement from football. ????
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) July 11, 2024
Le Petit Magicien. Thank you for some special memories and congratulations on an incredible career! ???????? pic.twitter.com/5bw7Uottqd
Athugasemdir