Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fös 12. júlí 2024 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Milan í viðræðum við Fofana og Pavlovic
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AC Milan ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og er að reyna að krækja í þrjá leikmenn þessa dagana.

Mikið hefur verið rætt um brasilíska bakvörðinn Emerson Royal sem vill skipta um félag en Milan er einnig á höttunum eftir serbneska miðverðinum Strahinja Pavlovic og franska miðjumanninum Youssouf Fofana.

Pavlovic er 23 ára leikmaður RB Salzburg í Austurríki þar sem hann á þrjú ár eftir af samningi við félagið og er metinn á um 25 milljónir evra. Leikmaðurinn vill ólmur skipta yfir til Milan og er ítalska félagið að reyna að nýta sér þann áhuga til að lækka kaupverðið.

Fofana er funheitur biti á leikmannamarkaðnum í dag, þar sem hann á ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við AS Mónakó.

Fofana er 25 ára og hefur spilað 21 A-landsleik fyrir Frakkland á ferlinum. Hann á tæpa 200 leiki að baki fyrir Mónakó og er sagður vilja reyna fyrir sér hjá nýju félagi.

Hann er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi og kom með beinum hætti að 8 mörkum í 32 deildarleikjum í Ligue 1 á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner